GLERHANDRIÐ
Glerhandriðin okkar
Öll glerhandriðin okkar eru sérstök á sinn hátt, það er sjaldgæft að við gerum tvö eins glerhandrið. Við setjum öryggi og útlitið efst á listann og við notum alltaf öruggust gerð af hertu gleri.
Hvernig festum við glerhandrið?
Það skiptir mestu máli að setja allt rétt saman, ekki aðeins af öryggisástæðum, heldur einnig fyrir fallegt útlit.
Punktahaldarar
Notað er ryðfrítt stál í handföngin, sem fegrar upp á glerhandrið. Viðskiptavinurinn velur hvernig útlit hann vill á handriðin, hægt er að velja svo kallað hrátt útlit eða málað það í einum af litunum úr RAL litapalletunni. Punktahaldrar geta verið kringlóttir eða ferninga með þvermál 50-60mm.
Álprófilar
Glerhandrið eru einnig oft sett upp í álprófil. Til að gefa þeim þennan einstaka karakter eru þeir oft málaðir með lit úr RAL litapalletunni sem fullkomnar loka útkomuna og passar vel við rýmið. Prófilinn er hægt að festa á gólfið eða festa við hlið skilrúmsins. Einnig er hægt að fela prófilinn með þvi að setja hann í gólfið, það skapar fallegt og skemmtilegt útlit, og lítur það út eins og glerið komi upp úr gólfinu.